Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 18:34 Maðurinn hlaut tólf mánaða dóm í mars fyrir annað ofbeldisbrot. Vísir/Frikki Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. Maðurinn, sem er tvítugur, var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir að karlmaður um tvítugt hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 26. júní, en hann var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. Maðurinn, sem er tvítugur, var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir að karlmaður um tvítugt hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 26. júní, en hann var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30