Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 12:33 Katla Rut varð Dúx í MR á föstudag. Vísir/Aðsend „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum. Skóla- og menntamál Reykjavík Dúxar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum.
Skóla- og menntamál Reykjavík Dúxar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent