Innlent

Enginn greindist með kórónu­veiruna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi vísir/Vilhelm

Ekkert kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn hér á landi samkvæmt nýjum tölum á Covid.is sem birtar voru um klukkan 13. Fólki í sóttkví fækkaði töluvert milli sólarhringa.

Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.806, en einungis tvö virkt smit er þá í landinu nú.

Í gær voru tekin 97 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og ekkert hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls hafa nú verið tekin 61.122 sýni frá upphafi faraldursins.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hafa 1.794 náð bata líkt og í gær. Fólk í sóttkví er nú 877, en alls hafa 20.874 lokið sóttkví.

Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.