Fótbolti

Bayern skrefi nær titlinum eftir stórsigur á Düsseldorf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Serge Gnabry, Benjamin Pavard og Robert Lewandowski höfðu fimm ástæður til að fagna saman í dag.
Serge Gnabry, Benjamin Pavard og Robert Lewandowski höfðu fimm ástæður til að fagna saman í dag. EPA-EFE/CHRISTOF STACHE

Bayern Munich vann öruggan 5-0 sigur á Fortuna Düsseldorf í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er nú með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar en Borussia Dortmund á leik til góða.

Mathias Jørgensen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 15. mínútu leiksins. Þegar hálftími var liðinn tvöfaldaði franski varnarmaðurinn Benjamin Pavard forystu gestanna og pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom Bayern í 3-0 rétt fyrir hálfleik.

Sá pólski var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks með sitt 29. deildarmark á tímabilinu í aðeins 27 leikjum. Það var svo hinn eldsnöggi Alphonso Davies sem skoraði fimmta mark Bayern á 52. mínútu og þar við sat. 

Lokatölur 5-0 og Bayern með örugga forystu á Dortmund sem heimsækir Samúel Kára Friðjónsson og félaga hans í Paderborn 07 á morgun. 


Tengdar fréttir

Augsburg niður um tvö sæti án Alfreðs

Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, hefur dregist niður í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í fjarveru íslenska landsliðsframherjans. Liðið tapaði 2-0 fyrir Herthu Berlín á útivelli í dag.

Alfreð þarf að bíða lengur

Alfreð Finnbogason hefur verið að glíma við meiðsli og ekki getað spilað með liði Augsburg í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að keppni hófst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Havertz skaut Leverkusen upp í þriðja sæti

Leverkusen komst í kvöld upp fyrir RB Leipzig og Borussia Mönchengladbach í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta með 1-0 útisigri á Freiburg sem er í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×