Fótbolti

Emil skoraði í sigri FH

Sindri Sverrisson skrifar
Emil Hallfreðsson í landsleik gegn Tyrkjum síðasta sumar.
Emil Hallfreðsson í landsleik gegn Tyrkjum síðasta sumar. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag.

Emil kom inn á sem varamaður í leiknum og kom FH í 2-0 með skoti utan teigs, en það urðu lokatölur. Björn Daníel Sverrisson hafði komið FH-ingum yfir.

Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur en hann er samningsbundinn ítalska félaginu Padova til 30. júní. Hlé hefur verið á keppni í ítalska fótboltanum síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins, en ákveðið hefur verið að hefja keppni að nýju í A- og B-deild í júní. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig málum verður háttað í C-deildinni.

Aðeins tvær vikur eru í að Íslandsmótið hefjist og eru íslensku liðin iðin við að spila æfingaleiki þessa dagan. Nú er einnig nýlokið leik Fjölnis og Grindavíkur þar sem 3-3 jafntefli varð niðurstaðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.