Óttast að ströng skilyrði fyrir hlutastarfaleið fæli fyrirtæki frá Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:25 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent