Fótbolti

Costa gæti fengið hálfs árs fangelsisdóm

Sindri Sverrisson skrifar
Diego Costa hélt tekjum leyndum þegar hann fór frá Atlético Madrid til Chelsea. Hann sneri aftur til Atlético árið 2017.
Diego Costa hélt tekjum leyndum þegar hann fór frá Atlético Madrid til Chelsea. Hann sneri aftur til Atlético árið 2017. vísir/getty

Skattsvikamál knattspyrnumannsins Diego Costa, framherja Atlético Madrid, fer fyrir dóm næsta fimmtudag en hann gæti átt yfir höfði sér hálfs árs fangelsi.

Samkvæmt ákæru á Costa, sem er er 31 árs, að hafa svikið meira en milljón evra undan skatti með því að gefa ekki upp 5,15 milljónir evra sem hann þénaði þegar hann fór til Chelsea árið 2014. Þar að auki gaf hann ekki upp eina milljón evra sem hann fékk vegna auglýsingasamnings. Costa sneri aftur til Atlético frá Chelsea árið 2017.

Saksóknarar í Madrid krefjst þess að Costa verði dæmdur í sex mánaða fangelsi og að hann greiði rúmlega hálfa milljón evra í sekt. Samkvæmt spænskum lögum gæti Costa losnað við fangelsisvist, verði hann fundinn sekur, með því að greiða 36.500 evru sekt, að því er fram kemur á BBC.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.