Innlent

Dagpeningar hækka um allt að 30 prósent en þó lægri en í fyrra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Blíðviðrisdagur á Akureyri
Blíðviðrisdagur á Akureyri Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Breytingar hafa verið gerðar á dagpeningunum til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum í sumum flokkum en þó eru framlög vegna gistingar lægri en þau voru fyrir ári síðan. Hér að neðan má sjá töflur með breytingum á dagpeningum síðastliðið ár.

Ákvarðanir um dagpeninga eru teknar af ferðakostarnefnd, sem fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki.

„Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga,“ segir í auglýsingu ferðakostanefndar.

Hér að neðan má sjá breytingar á dagpeningum ríkisstarfsmanna síðasta árið, fyrsta taflan sýnir dagpeningana sem taka gildi um mánaðamótin.

1. júní 2020

1. október 2019

15. maí 2019



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×