Innlent

Eldur kviknaði eftir bíl­veltu á Eyja­fjarðar­braut eystri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bílveltan varð við bæinn Kálfagerði í Eyjafjarðardal.
Bílveltan varð við bæinn Kálfagerði í Eyjafjarðardal. Loftmyndir/Map.is

Tvö voru flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bílveltu á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Kálfagerði. Útkallið barst lögreglu um klukkan hálfellefu í kvöld.

Sigurður Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að vegurinn sé malarvegur og að það sé frekar laust í honum.

Sigurður segir að fyrst eftir veltuna hafi virst sem eldur hafi komið upp í bílnum en það tókst að slökkva það strax.

Ökumaður og farþegi voru í bílnum og kenndu sér minniháttar meiðsla að því er talið var en voru þó fluttir til skoðunar á sjúkrahús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×