Innlent

Eldur kviknaði eftir bíl­veltu á Eyja­fjarðar­braut eystri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bílveltan varð við bæinn Kálfagerði í Eyjafjarðardal.
Bílveltan varð við bæinn Kálfagerði í Eyjafjarðardal. Loftmyndir/Map.is

Tvö voru flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bílveltu á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Kálfagerði. Útkallið barst lögreglu um klukkan hálfellefu í kvöld.

Sigurður Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að vegurinn sé malarvegur og að það sé frekar laust í honum.

Sigurður segir að fyrst eftir veltuna hafi virst sem eldur hafi komið upp í bílnum en það tókst að slökkva það strax.

Ökumaður og farþegi voru í bílnum og kenndu sér minniháttar meiðsla að því er talið var en voru þó fluttir til skoðunar á sjúkrahús.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.