Lífið

Fangar and­rúms­loftið í sam­komu­banninu með ein­stakri ljós­mynda­sýningu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þórhallur Sævarsson fyrir framan tvö af verkum sínum á sýningunni.
Þórhallur Sævarsson fyrir framan tvö af verkum sínum á sýningunni. Vísir/Vilhelm

Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi.

Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg.

„Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum.

Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október.

Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm

Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.