Fangar andrúmsloftið í samkomubanninu með einstakri ljósmyndasýningu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2020 22:17 Þórhallur Sævarsson fyrir framan tvö af verkum sínum á sýningunni. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október. Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi. Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október. Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi.
Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00