Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira