Uppsagnirnar hafi ekki þurft að koma á óvart Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 11:32 Fannar Jónasson hefur gegnt embætti bæjarstjóra Grindavíkur frá árinu 2016. Grindavíkurbær/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“ Grindavík Bláa lónið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“
Grindavík Bláa lónið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira