Fótbolti

Neymar hrekkti son sinn með kvikindislegum hætti

Sindri Sverrisson skrifar
Neymar hefur ekki getað spilað fótbolta frá því að PSG sló Dortmund út úr Meistaradeild Evrópu 11. mars.
Neymar hefur ekki getað spilað fótbolta frá því að PSG sló Dortmund út úr Meistaradeild Evrópu 11. mars. VÍSIR/GETTY

Brasilíska knattspyrnugoðið Neymar ákvað að hrekkja son sinn með nokkuð kvikindislegum hætti.

Neymar virtist ætla að hjálpa syni sínum að æfa sig í að skalla bolta en eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan hafði hann annað í huga.

Neymar er leikmaður PSG í Frakklandi og því kominn í sumarfrí, að minnsta kosti hvað frönsku deildarkeppnina varðar en PSG fékk meistaratitilinn eftir að keppni var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið er hins vegar komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en óvíst er hvenær þau verða leikin og þar með hvenær Neymar þarf næst að vera klár í slaginn.

Samkvæmt umboðsmanni Neymars mun hann halda kyrru fyrir í París í sumar og ekki fara til Barcelona eða annað að sinni. Sagði umboðsmaðurinn það vera vegna breyttra markaðsaðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.