„Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 21:13 Pawel Bartoszek og Vigdís Hauksdóttir. Vísir/Vilhelm Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána. Hann segir þetta af og frá en Vigdís segir mikla ábyrgð fylgja því að loka Laugaveginum fyrir akandi umferð. Í samtali við Vísi segist Vigdís telja að með samþykkt samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sem felur í sér fjölgun göngugatna í miðbæ borgarinnar, séu öryggis- og almannavarnasjónarmið fyrir borð borin. Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sjá einnig: Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar „Það er náttúrulega skylda hverrar borgarstjórnar eða bæjarstjórnarmeirihluta í landinu að gæta fyrst að öryggi íbúanna, áður en farið er af stað í einhverjar svona gerræðislegar ákvarðanir sem hafa svona víðtæk áhrif,“ segir Vigdís í samtali við fréttastofu. Vigdís segir að göngugötur þar sem borð og stólar á vegum veitingahúsa og kráa séu úti á götu vinni á móti því markmiði að aðgengi sé greitt fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu, slökkvilið eða sjúkraflutningafólk. Deilt er um ágæti Laugavegsins í formi göngugötu.Vísir/Vilhelm „Hvorki slökkvilið né sjúkrabílar hafa tíma til þess að hlaupa á undan þessum bílum og ryðja úr vegi þessum hindrunum sem á vegi þeirra verða í neyðarútkalli.“ Vigdís segir samþykktir göngugatna og „þrengingar í borginni“ eins og hún kallar það sjálf, ekki unnar í samráði við ofangreinda viðbragðsaðila. „Ef það kviknar í á Laugaveginum, segjum bara að það sé 15 stiga hiti, sól úti og Laugavegurinn fullur af fólki, og það er hvergi greið aðkoma, þá vitum við alveg hvernig það mál myndi enda. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki.“ Segir Vigdísi tala miðbæinn niður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segist ekki geta tekið í sama streng og Vigdís. Í dag birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir Vigdísi ekki vilja gera Laugaveg að göngugötu vegna hættu á eldsvoðum og vopnuðum ránum. Í samtali við Vísi segist Pawel þar vera að vísa til bókunar Vigdísar á fundi skipulags- og samgönguráðs sem fram fór í dag. „Þar var ýjað að því að viðbragðstími aðila, ef kæmi til eldsvoða, vopnaðra rána og heilsutjóns aukast og skapa aukna hættu. Það er stundum talað um að menn séu að tala miðbæinn niður og ég held að þetta sé tilraun til að slá ákveðin met í því samhengi, ef það á að hræða fólk með því að það sé líklegra að það verði fyrir ráni, heilsutjóni eða bruna ef göngugötur eru opnar,“ segir Pawel. Hann segir tillöguna ganga út á það að fara í samtal við lögregluna um lokanirnar. Það sé ávallt gert og hafi alltaf verið gert. Það sé því misskilningur að tillagan sé ekki unnin í samráði við lögreglu. „Hún [Vigdís] hefur bara þessa skýru skoðun, að Laugavegurinn eigi að vera ætlaður fólki sem vill vera þar akandi á bílum en ekki þeim sem ætla að njóta þess að vera þar í mannlegu og skemmtilegu umhverfi. Hún er að reyna að tromma upp andstöðu við þá skoðun okkar og er nú farin að ýja að því að það skapist eitthvert heilsutjón við að hafa göngugötur opnar, sem ég held að sé algjört rugl. Pawel bendir á að í umræðunni um göngugötur sé fleira en aðgengi viðbragðsaðila sem snúi að öryggi. „Ef að gata er lokuð bílum þá líður fólki, sem er þar með lítil börn eða er bara að labba, betur. Það þarf ekki alltaf að vera að kíkja aftur fyrir sig og fylgjast með bílum. Ég held að það yrði ekki til að auka öryggi í Kringlunni eða Smáralind að hleypa akandi umferð þar í gegn,“ segir Pawel og bætir við að engin ástæða sé til að óttast bruna, vopnuð rán eða annað eins þó Laugavegur verði göngugata í sumar. Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Samgöngur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána. Hann segir þetta af og frá en Vigdís segir mikla ábyrgð fylgja því að loka Laugaveginum fyrir akandi umferð. Í samtali við Vísi segist Vigdís telja að með samþykkt samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sem felur í sér fjölgun göngugatna í miðbæ borgarinnar, séu öryggis- og almannavarnasjónarmið fyrir borð borin. Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sjá einnig: Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar „Það er náttúrulega skylda hverrar borgarstjórnar eða bæjarstjórnarmeirihluta í landinu að gæta fyrst að öryggi íbúanna, áður en farið er af stað í einhverjar svona gerræðislegar ákvarðanir sem hafa svona víðtæk áhrif,“ segir Vigdís í samtali við fréttastofu. Vigdís segir að göngugötur þar sem borð og stólar á vegum veitingahúsa og kráa séu úti á götu vinni á móti því markmiði að aðgengi sé greitt fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu, slökkvilið eða sjúkraflutningafólk. Deilt er um ágæti Laugavegsins í formi göngugötu.Vísir/Vilhelm „Hvorki slökkvilið né sjúkrabílar hafa tíma til þess að hlaupa á undan þessum bílum og ryðja úr vegi þessum hindrunum sem á vegi þeirra verða í neyðarútkalli.“ Vigdís segir samþykktir göngugatna og „þrengingar í borginni“ eins og hún kallar það sjálf, ekki unnar í samráði við ofangreinda viðbragðsaðila. „Ef það kviknar í á Laugaveginum, segjum bara að það sé 15 stiga hiti, sól úti og Laugavegurinn fullur af fólki, og það er hvergi greið aðkoma, þá vitum við alveg hvernig það mál myndi enda. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki.“ Segir Vigdísi tala miðbæinn niður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segist ekki geta tekið í sama streng og Vigdís. Í dag birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir Vigdísi ekki vilja gera Laugaveg að göngugötu vegna hættu á eldsvoðum og vopnuðum ránum. Í samtali við Vísi segist Pawel þar vera að vísa til bókunar Vigdísar á fundi skipulags- og samgönguráðs sem fram fór í dag. „Þar var ýjað að því að viðbragðstími aðila, ef kæmi til eldsvoða, vopnaðra rána og heilsutjóns aukast og skapa aukna hættu. Það er stundum talað um að menn séu að tala miðbæinn niður og ég held að þetta sé tilraun til að slá ákveðin met í því samhengi, ef það á að hræða fólk með því að það sé líklegra að það verði fyrir ráni, heilsutjóni eða bruna ef göngugötur eru opnar,“ segir Pawel. Hann segir tillöguna ganga út á það að fara í samtal við lögregluna um lokanirnar. Það sé ávallt gert og hafi alltaf verið gert. Það sé því misskilningur að tillagan sé ekki unnin í samráði við lögreglu. „Hún [Vigdís] hefur bara þessa skýru skoðun, að Laugavegurinn eigi að vera ætlaður fólki sem vill vera þar akandi á bílum en ekki þeim sem ætla að njóta þess að vera þar í mannlegu og skemmtilegu umhverfi. Hún er að reyna að tromma upp andstöðu við þá skoðun okkar og er nú farin að ýja að því að það skapist eitthvert heilsutjón við að hafa göngugötur opnar, sem ég held að sé algjört rugl. Pawel bendir á að í umræðunni um göngugötur sé fleira en aðgengi viðbragðsaðila sem snúi að öryggi. „Ef að gata er lokuð bílum þá líður fólki, sem er þar með lítil börn eða er bara að labba, betur. Það þarf ekki alltaf að vera að kíkja aftur fyrir sig og fylgjast með bílum. Ég held að það yrði ekki til að auka öryggi í Kringlunni eða Smáralind að hleypa akandi umferð þar í gegn,“ segir Pawel og bætir við að engin ástæða sé til að óttast bruna, vopnuð rán eða annað eins þó Laugavegur verði göngugata í sumar.
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Samgöngur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira