Fótbolti

Næstu heimaleikir stelpnanna okkar verða í september og sá síðasti í jólamánuðinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar unnu fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2021 með markatölunni 11-1.
Íslensku stelpurnar unnu fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2021 með markatölunni 11-1. vísir/vilhelm

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið út nýja leikdaga fyrir leikina sem eftir eru í undankeppni EM 2021.

Ísland á fimm leiki eftir í F-riðli. Þeir fara fram í haust, frá 17. september til 1. desember. Breytingar geta þó orðið á þessari dagskrá vegna kórónuveirufaraldursins.

En gangi þessi leikjaáætlun UEFA eftir verða þrír síðustu leikir Íslands í undankeppninni á útivelli.

Næsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Lettlandi á Laugardalsvellinum 17. september. Fimm dögum síðar mæta íslensku stelpurnar Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í F-riðli.

Ísland sækir Svíþjóð heim 27. október og þann 26. nóvember mætast Slóvakía og Ísland ytra. Lokaleikur íslenska liðsins í F-riðli er svo gegn Ungverjalandi á útivelli á Fullveldisdaginn.

Síðustu tveir leikir Íslands í riðlinum áttu að vera gegn Svíþjóð en nú hefur það breyst. Svíþjóð og Ísland eru bæði með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í F-riðli.

Leikirnir sem Ísland á eftir í undankeppninni

  • 17. september - Ísland - Lettland 
  • 22. september - Ísland - Svíþjóð 
  • 27. október - Svíþjóð - Ísland 
  • 26. nóvember - Slóvakía - Ísland 
  • 1. desember - Ungverjaland - Ísland


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.