Fótbolti

Næstu heimaleikir stelpnanna okkar verða í september og sá síðasti í jólamánuðinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar unnu fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2021 með markatölunni 11-1.
Íslensku stelpurnar unnu fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2021 með markatölunni 11-1. vísir/vilhelm

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið út nýja leikdaga fyrir leikina sem eftir eru í undankeppni EM 2021.

Ísland á fimm leiki eftir í F-riðli. Þeir fara fram í haust, frá 17. september til 1. desember. Breytingar geta þó orðið á þessari dagskrá vegna kórónuveirufaraldursins.

En gangi þessi leikjaáætlun UEFA eftir verða þrír síðustu leikir Íslands í undankeppninni á útivelli.

Næsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Lettlandi á Laugardalsvellinum 17. september. Fimm dögum síðar mæta íslensku stelpurnar Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í F-riðli.

Ísland sækir Svíþjóð heim 27. október og þann 26. nóvember mætast Slóvakía og Ísland ytra. Lokaleikur íslenska liðsins í F-riðli er svo gegn Ungverjalandi á útivelli á Fullveldisdaginn.

Síðustu tveir leikir Íslands í riðlinum áttu að vera gegn Svíþjóð en nú hefur það breyst. Svíþjóð og Ísland eru bæði með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í F-riðli.

Leikirnir sem Ísland á eftir í undankeppninni

  • 17. september - Ísland - Lettland 
  • 22. september - Ísland - Svíþjóð 
  • 27. október - Svíþjóð - Ísland 
  • 26. nóvember - Slóvakía - Ísland 
  • 1. desember - Ungverjaland - Ísland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×