Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:05 Skjáskot úr myndbandi sem náðist af handtöku Floyds má sjá til vinstri. Til hægri sjást mótmælendur í Minneapolis. Samsett/getty Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
„Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22