Snjókoma í lok maí kom ekki á óvart þrátt fyrir blíðviðri undanfarna daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 20:31 Það snjóaði mikið að Hólum í Hjaltadal í morgun. Aðsend/Ágúst Kárason „Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“ Skagafjörður Veður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
„Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“
Skagafjörður Veður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira