Innlent

Eldur kom upp í gámi við Langholtsskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan 18 í dag vegna elds sem hafði kviknað í gámi við Langholtsskóla.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu stóð gámurinn nærri grindverki og gróðri en engin hús voru í hættu. Töluvert af tilkynningum barst þó um eldinn.

Einn bíll var sendur á staðinn og voru slökkviliðsmennirnir „eldfljótir“ að slökkva eins og varðstjórinn sem Vísir ræddi við komst að orði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.