Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 07:38 Ferðabannið hefur raskað verulega áætlunarflugi frá Evrópu. Vísir/EPA Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira