Innlent

Hundrað og einn búinn að kjósa í for­seta­kosningunum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm

Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis.

Klukkan tíu í morgun hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í forsetakosningunum 28. júní, annars vegar sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson.

Bergþóra segir að fleiri hefðu greitt atkvæði á fyrsta degi atkvæðagreiðslu utan kjörfundar samanborið við fyrri forsetakosningar.

Fjölgunin kann þó að skýrast af því að heimsfaraldurinn, sem nú geisar, varð til þess að seinka þurfti atkvæðagreiðslunni. Vanalega sé sá háttur hafður á að opnað er fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag en nú einungis rúmur mánuður til stefnu.

Á höfuðborgarsvæðinu er einungis hægt að greiða atkvæði á einum stað, á 1. hæð í Smáralind en tveir aðrir staðir bætast við 15. júní. Þá verður 1. hæðar í Smáralind, hægt að greiða atkvæði á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni í Laugardalshöll.

Þetta er gert til að dreifa álaginu í nafni sóttvarna.

Bergþóra vill koma þeim tilmælum til kjósenda að á kjörstað beri að virða tveggja metra regluna og gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×