Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín Jónsson safnaði undirskriftum fyrir forsetaframboð í Kringlunni fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson telur að Landsréttarmálið og óvissuna í tengslum við skipan dómara við réttinn vera á ábyrgð forseta Íslands. „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklíns í samtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í gær. Þar ræddi hann um framboð sitt til forseta sem hann sagði snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. Hefja samræður við þjóðina Guðmundur Franklín sagði að forseti Íslands gæti hafið samræður við þjóðina og við stjórnvöld á hverjum tíma sem erfið mál koma upp. „Hann getur komið með lausnir, eða hann getur komið með hugmyndir, en allavega stýrt því þannig að fólk viti hvað er í gangi og opnað umræðuna.“ Aðspurður um hvort að Guðmundur vilji þá nýta embættið í að eiga í pólitískum samræðum, þá segir hann að embættið í eðli sínu vera pólitískt. „Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að forsetinn fari með löggjafarvaldið með þinginu og síðan láti hann ráðherra fara með vald sitt,“ segir Guðmundur og bætir við að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt og í meira mæli.“ Ekki þurfi þó alltaf að koma til þess að nýta málskotsréttinn. „Það er hægt að hafa samtalið á undan, benda stjórnvöldum á að það sé hægt leysa málin öðruvísi, eins og til dæmis í Landsréttarmálinu. Landsréttarmálið var þannig að forsetinn skrifar undir þessi lög um Landsrétt og hann skipar þessa fimmtán dómara. Við vitum hvernig fór. Síðan skrifaði hann á heimasíðu embættisins yfirlýsingu um það að hann efaðist um lögmæti þessarar skipunar á þessum dómurum af hálfu Alþingis. Það voru sett sérlög um þessa dómara og það átti að skipa hvern fyrir sig, en Alþingi tók þá stefnu að skipa þá alla fimmtán í einu. Hann fékk símhringingar, sagði hann í þessari yfirlýsingu sinni. Fékk líka símtöl frá þingmönnum. Samt sem áður skrifaði hann undir,“ segir Guðmundur. Guðni Th. Jóhannesson forseti. Forsetakosningar munu líklega fara fram þann 27. júní næstkomandi.Vísir/Vilhelm Kveðst hafa nálgast málið á annan máta Guðmundur segist sjálfur hafa nálgast málið á allt annan hátt. „Það sem ég hefði gert, er að ég hefði sagt við Alþingi: „Gjörið svo vel. Skoðið þetta einu sinni enn.“ Það eru sérlög um þetta og sérlögin segja til um það að hver og einn dómari verði að vera skipaður. Hver og einn í einu. Ég hefði farið fram á það að það yrði gert. Sent málið til baka. „Gott fólk. Takið þetta aftur fyrir.“ Þetta hefði getað tekið einn dag. En í staðinn erum við komin í þessa krísu. Þessi yfirlýsing forsetans er aðalsönnunargagnið í málinu fyrir Mannréttindadómstólnum og við erum að tala um það að yfirdeild dómstólsins er hugsanlega að skila niðurstöðu á þessu ári eða fljótlega. Ef það kemur í ljós að Landsréttur er ólöglega skipaður þá er það náttúrulega hrikalegt fyrir okkar réttarríki.“ Finnst þér ábyrgðin á því að einhverju leyti vera forseta? „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Fanney Birna benti Guðmundi á að í stjórnarskrá standi að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. „Já, ef þú talar um ábyrgðarleysi forsetans, þá byrjar ábyrgin heima hjá þér. Það hafa allir ábyrgð. Þú getur ekki sagt að forseti sé ábyrgðarlaus. Það er ábyrgðarlaust að segja það, jafnvel.“ Vill að forseti geri það sem „þjóðin biðji hann um að gera“ Guðmundur Franklín ræddi einnig hvernig hann liti almennt á embætti forsetans. Sagði hann uppsprettu valdsins vera hjá þjóðinni og að hann væri sjálfur lýðræðissinni. „[Forseti] er málsvari þjóðarinnar. Hann hlustar á þjóðina og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri, biður hann um að gera. Það er það sem ég stend fyrir. Ég er lýðræðissinni og ég vil að þjóðin fái að ráða og gera það sem þjóðin biður um. Ég er ekki að biðja fólk um að fara út á götu og safna undirskriftum og gera hitt eða þetta. Það fer ekkert á milli mála þegar mál koma upp á yfirborðið sem eru umdeild. Það fer allt á hliðina í íslensku þjóðfélagi og við sáum það bara í orkupakkamálinu. Ég held að það sé best að ganga meðalveginn, en ég held að Alþingi geti gert meira af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi umdeildu mál.“ Forseti Íslands Landsréttarmálið Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson telur að Landsréttarmálið og óvissuna í tengslum við skipan dómara við réttinn vera á ábyrgð forseta Íslands. „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklíns í samtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í gær. Þar ræddi hann um framboð sitt til forseta sem hann sagði snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. Hefja samræður við þjóðina Guðmundur Franklín sagði að forseti Íslands gæti hafið samræður við þjóðina og við stjórnvöld á hverjum tíma sem erfið mál koma upp. „Hann getur komið með lausnir, eða hann getur komið með hugmyndir, en allavega stýrt því þannig að fólk viti hvað er í gangi og opnað umræðuna.“ Aðspurður um hvort að Guðmundur vilji þá nýta embættið í að eiga í pólitískum samræðum, þá segir hann að embættið í eðli sínu vera pólitískt. „Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að forsetinn fari með löggjafarvaldið með þinginu og síðan láti hann ráðherra fara með vald sitt,“ segir Guðmundur og bætir við að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt og í meira mæli.“ Ekki þurfi þó alltaf að koma til þess að nýta málskotsréttinn. „Það er hægt að hafa samtalið á undan, benda stjórnvöldum á að það sé hægt leysa málin öðruvísi, eins og til dæmis í Landsréttarmálinu. Landsréttarmálið var þannig að forsetinn skrifar undir þessi lög um Landsrétt og hann skipar þessa fimmtán dómara. Við vitum hvernig fór. Síðan skrifaði hann á heimasíðu embættisins yfirlýsingu um það að hann efaðist um lögmæti þessarar skipunar á þessum dómurum af hálfu Alþingis. Það voru sett sérlög um þessa dómara og það átti að skipa hvern fyrir sig, en Alþingi tók þá stefnu að skipa þá alla fimmtán í einu. Hann fékk símhringingar, sagði hann í þessari yfirlýsingu sinni. Fékk líka símtöl frá þingmönnum. Samt sem áður skrifaði hann undir,“ segir Guðmundur. Guðni Th. Jóhannesson forseti. Forsetakosningar munu líklega fara fram þann 27. júní næstkomandi.Vísir/Vilhelm Kveðst hafa nálgast málið á annan máta Guðmundur segist sjálfur hafa nálgast málið á allt annan hátt. „Það sem ég hefði gert, er að ég hefði sagt við Alþingi: „Gjörið svo vel. Skoðið þetta einu sinni enn.“ Það eru sérlög um þetta og sérlögin segja til um það að hver og einn dómari verði að vera skipaður. Hver og einn í einu. Ég hefði farið fram á það að það yrði gert. Sent málið til baka. „Gott fólk. Takið þetta aftur fyrir.“ Þetta hefði getað tekið einn dag. En í staðinn erum við komin í þessa krísu. Þessi yfirlýsing forsetans er aðalsönnunargagnið í málinu fyrir Mannréttindadómstólnum og við erum að tala um það að yfirdeild dómstólsins er hugsanlega að skila niðurstöðu á þessu ári eða fljótlega. Ef það kemur í ljós að Landsréttur er ólöglega skipaður þá er það náttúrulega hrikalegt fyrir okkar réttarríki.“ Finnst þér ábyrgðin á því að einhverju leyti vera forseta? „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Fanney Birna benti Guðmundi á að í stjórnarskrá standi að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. „Já, ef þú talar um ábyrgðarleysi forsetans, þá byrjar ábyrgin heima hjá þér. Það hafa allir ábyrgð. Þú getur ekki sagt að forseti sé ábyrgðarlaus. Það er ábyrgðarlaust að segja það, jafnvel.“ Vill að forseti geri það sem „þjóðin biðji hann um að gera“ Guðmundur Franklín ræddi einnig hvernig hann liti almennt á embætti forsetans. Sagði hann uppsprettu valdsins vera hjá þjóðinni og að hann væri sjálfur lýðræðissinni. „[Forseti] er málsvari þjóðarinnar. Hann hlustar á þjóðina og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri, biður hann um að gera. Það er það sem ég stend fyrir. Ég er lýðræðissinni og ég vil að þjóðin fái að ráða og gera það sem þjóðin biður um. Ég er ekki að biðja fólk um að fara út á götu og safna undirskriftum og gera hitt eða þetta. Það fer ekkert á milli mála þegar mál koma upp á yfirborðið sem eru umdeild. Það fer allt á hliðina í íslensku þjóðfélagi og við sáum það bara í orkupakkamálinu. Ég held að það sé best að ganga meðalveginn, en ég held að Alþingi geti gert meira af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi umdeildu mál.“
Forseti Íslands Landsréttarmálið Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23