Fótbolti

Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar marki sínu gegn St. Pauli á laugardaginn.
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar marki sínu gegn St. Pauli á laugardaginn. getty/Uwe Anspach

Guðlaugur Victor Pálsson var valinn leikmaður 27. umferðar þýsku B-deildarinnar hjá Kicker fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Darmstadt á St. Pauli á laugardaginn. Hann skoraði fjórða mark Darmstadt og átti þátt í því fyrsta.

Victor var einnig í liði umferðarinnar ásamt samherjum sínum, Mathias Honsak og Marcel Heller. Þetta er í sjötta sinn sem Victor er valinn í lið umferðarinnar hjá Kicker á tímabilinu.

Darmstadt er í 5. sæti þýsku B-deildarinnar með 39 stig. Liðið er sex stigum frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í úrvalsdeildinni. Tvö efstu liðin fara beint upp um deild.

Victor hefur leikið 24 deildarleiki með Darmstadt í vetur og skorað þrjú mörk. Hann kom til liðsins frá Zürich í Sviss í janúar 2019.

Næsti leikur Victors og félaga er gegn Aue, liðinu í 6. sæti, á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.