Guðlaugur Victor Pálsson var valinn leikmaður 27. umferðar þýsku B-deildarinnar hjá Kicker fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Darmstadt á St. Pauli á laugardaginn. Hann skoraði fjórða mark Darmstadt og átti þátt í því fyrsta.
Victor var einnig í liði umferðarinnar ásamt samherjum sínum, Mathias Honsak og Marcel Heller. Þetta er í sjötta sinn sem Victor er valinn í lið umferðarinnar hjá Kicker á tímabilinu.
Victor #Palsson was named Player of the Matchday by @kicker_2bl_li and was named in the team of the weekend along with Mathias #Honsak and Marcel #Heller.
— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) May 25, 2020
It s the 6th time our @footballiceland superstar has made the team!
Congrats boys! #sv98 pic.twitter.com/uh6N9j67sN
Darmstadt er í 5. sæti þýsku B-deildarinnar með 39 stig. Liðið er sex stigum frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í úrvalsdeildinni. Tvö efstu liðin fara beint upp um deild.
Victor hefur leikið 24 deildarleiki með Darmstadt í vetur og skorað þrjú mörk. Hann kom til liðsins frá Zürich í Sviss í janúar 2019.
Næsti leikur Victors og félaga er gegn Aue, liðinu í 6. sæti, á morgun.