Fótbolti

Bara Messi og fimm aðrir með öruggt sæti hjá Barcelona á næstu leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi á æfingu Barcelona á dögunum.
Messi á æfingu Barcelona á dögunum. vísir/getty

Barcelona er með nánast alla leikmenn liðsins á sölulista fyrir utan Lionel Messi og fimm aðra leikmenn. Fjárhagsstaða félagsins er ekki góð og félagið gæti neyðst til að selja leikmenn í sumar.

Kórónuveiran hefur ekki hjálpað fjárhagsstöðinni á Camp Nou og ekki var staðan góð fyrir. Spænska dagblaðið Marca greinir frá því að það séu einungis Lionel Messi, Antoine Griezmann, Gerard Pique, Frenkie de Jong, Marc-Andre ter Stegen og Ansu Fatu sem eiga fast sæti.

Nokkrir leikmenn í búningsklefanum eru þó óvissir um framtíð sína hjá félaginu og hægri bakvörðurinn Clement Lenglet er einn þeirra.

„Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér sem fótboltamaður en ég vonast til þess að vera áfram hjá Barcelona. Þetta fer eftir félagaskiptaglugganum. Þetta er sérstakur tími fyrir félögin og enginn er því undanskilinn en ég vonast til þess að vera áfram.“

Ivan Rakitic hefur mikið verið orðaður burt og hann hefur einnig rætt um stöðuna hjá Barcelona.

„Það hefði verið gott ef félagið hefði komið út og sagt að ég yrði áfram bara til þess að stöðva orðrómanna,“ sagði Rakitic við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×