Innlent

Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að fara sömu leið og bankarnir.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að fara sömu leið og bankarnir. Vísir/Vilhelm

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði.

Arion banki tilkynnti í morgun að komið verði á móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir. Farið verður yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini. Frá Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að bankinn komi til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum.Landsbankinn sendi eftirfarandi bankinn mun standa með viðskiptavinum sínum í gegnum þessa erfiðleika. Við höfum fjölbreytt úrræði, m.a. að bjóða viðskiptavinum að gera hlé á afborgunum, og við hvetjum fólk til að hafa samband ef það þarf að nýta sér úrræðin.

Býst við lífeyrissjóðir bjóði samskonar úrræði

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða býst við að sjóðirnir bjóði uppá samskonar úrræði.

„Ég get ekki annað en hvatt lífeyrissjóði til að skoða þetta mál gaumgæfilega með það að markmiði að feta í fótspor Arion banka. Við erum að lifa fordæmalausatíma og ljóst að það mun fara af stað hrina uppsagna næstu mánaðamót og ég tel að lífeyrissjóðirnir vilji aðstoða sína sjóðsfélaga að komast í gegnum þetta. Ég býst við að þetta mál verði helsta umræðuefnið á stjórnarfundum sjóðanna næstu vikur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir.


Tengdar fréttir

Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg

Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum hvað varðar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í dag til að bregðast við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×