Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. febrúar 2020 15:52 Mynd tekin innan úr vélinni eftir lendingu rétt fyrir klukkan fjögur. Matthildur Sigurðardóttir Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira