Innlent

Svona var blaða­manna­fundur heil­brigðis­ráð­herra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundinum í morgun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. 

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. Auk þess sem fylgst var með gangi mála í vaktinni að neðan.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sagði að á fundinum yrðu kynnt næstu skref varðandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19.

Þau Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, voru einnig á fundinum.

Á fundinum kom í ljós að frá miðnætti aðfaranótt mánudags gildir samkomubann á Íslandi í fjórar vikur. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.