Innlent

Svona var blaða­manna­fundur heil­brigðis­ráð­herra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundinum í morgun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. 

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. Auk þess sem fylgst var með gangi mála í vaktinni að neðan.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sagði að á fundinum yrðu kynnt næstu skref varðandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19.

Þau Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, voru einnig á fundinum.

Á fundinum kom í ljós að frá miðnætti aðfaranótt mánudags gildir samkomubann á Íslandi í fjórar vikur. 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.