Fótbolti

Töpuðu niður tveggja marka forystu á síðustu tveimur mínútunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anthony Modeste (til hægri) kom inn af bekknum og hleypti nýju lífi í sóknarleik Kölnar.
Anthony Modeste (til hægri) kom inn af bekknum og hleypti nýju lífi í sóknarleik Kölnar. Vísir/Getty

Fortuna Dusseldorf heimsótti Köln í síðasta leik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni en Dusseldorf er í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar á meðan Köln siglir lygnan sjó um miðja deild.

Kenan Karaman kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir slæm mistök í uppspili Kölnar og hafði Dusseldorf því forystu í leikhléi.

Mark Uth, sóknarmaður Köln, brenndi af vítaspyrnu á 59.mínútu og örfáum augnablikum síðar tvöfaldaði Erik Thommy forystuna fyrir gestina og stefndi allt í mikilvægan sigur fyrir lærisveina Uwe Rösler.

Á 88.mínútu minnkaði varamaðurinn Anthony Modeste muninn og á 90.mínútu jafnaði Jhon Cordoba metin fyrir heimamenn. 2-2 reyndust lokatölur leiksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.