Fótbolti

Töpuðu niður tveggja marka forystu á síðustu tveimur mínútunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anthony Modeste (til hægri) kom inn af bekknum og hleypti nýju lífi í sóknarleik Kölnar.
Anthony Modeste (til hægri) kom inn af bekknum og hleypti nýju lífi í sóknarleik Kölnar. Vísir/Getty

Fortuna Dusseldorf heimsótti Köln í síðasta leik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni en Dusseldorf er í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar á meðan Köln siglir lygnan sjó um miðja deild.

Kenan Karaman kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir slæm mistök í uppspili Kölnar og hafði Dusseldorf því forystu í leikhléi.

Mark Uth, sóknarmaður Köln, brenndi af vítaspyrnu á 59.mínútu og örfáum augnablikum síðar tvöfaldaði Erik Thommy forystuna fyrir gestina og stefndi allt í mikilvægan sigur fyrir lærisveina Uwe Rösler.

Á 88.mínútu minnkaði varamaðurinn Anthony Modeste muninn og á 90.mínútu jafnaði Jhon Cordoba metin fyrir heimamenn. 2-2 reyndust lokatölur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×