Innlent

Úthlutuðu 41 verkefni styrk úr Barnamenningarsjóði

Andri Eysteinsson skrifar
Forsætisráðherra, Mennta- og menningarmálaráðherra ásamt styrkþegum.
Forsætisráðherra, Mennta- og menningarmálaráðherra ásamt styrkþegum. Stjórnarráðið

Styrkjum úr barnamenningarsjóði var úthlutað í dag og hlutu 41 verkefni styrki sem námu alls 92 milljónum króna en alls bárust 112 umsóknir. Úthlutað er úr sjóðnum í annað sinn en hann var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Hlutverk sjóðsins er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu.

Það voru þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem fluttu ávörp við úthlutun úr sjóðnum í Hörpu í dag.

Hæsta styrkinn hlaut Kópavogsbær í samstarfi við H.C. Andersen safnið í Óðinsvéum, Múmín-safnið í Tampere og Undraland Ilons í Haapsalu en verkefnið hlaut 6,5 milljónir króna. Verkefnið Vatnsdropinn er fyrsta alþjóðlega og þverfaglega menningarverkefnið sem tengir norrænar barnabókmenntir við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Háskóli Íslands- stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í samstarfi við Andrúm arkitekta ehf og Gagarín ehf hlaut fimm milljónir og menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fleiri hlaut 4,6 milljónir til styrktar verkefninu Þjóðleikur.

Sjá má lista yfir öll þau verkefni er hlutu styrk á vef Stjórnarráðsins en þar er verkefnunum einnig lýst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.