Biður umboðsmann barna um aðstoð vegna myglueinkenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 20:57 Þórdís Katla Einarsdóttir er ellefu ára nemandi í Fossvogsskóla. Hún ætlar að senda umboðsmanni barna bréf á morgun og óska eftir aðstoð vegna myglueinkenna í skólanum. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið. Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23