Erlent

Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga

Andri Eysteinsson skrifar
Frá mótmælum í Hong Kong.
Frá mótmælum í Hong Kong. Getty/Anthony Kwan

Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa lagt til mótmæltu lögunum á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. BBC greinir frá.

Með lögunum sem er lagt bann við landráðum og uppreisnaráróðri í Hong Kong. Mikið ósætti hefur ríkt bæði á meðal lýðræðissinna í Hong Kong og erlendra stjórnmálamanna og hafa 200 stjórnmálamenn víðsvegar úr heiminum sent frá sér yfirlýsingu þar sem löggjöfin er harðlega gagnrýnd.

Segja þeir lögin vera árás á sjálfsstjórn Hong Kong og frelsi borgaranna.

Þúsundir grímuklæddra mótmælenda söfnuðust saman á götum úti og mótmæltu lögunum en 120 hafa verið handteknir en samkomubann er enn í gildi í Hong Kong.


Tengdar fréttir

Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong

Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.