Innlent

Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm

Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar hefjast á morgun í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. Hægt er að panta tíma á bokun.rannsokn.is.

Íslensk erfðagreining stendur að skimuninni í samstarfi við sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Allir sem koma í skimun munu fá upplýsingar um niðurstöðuna, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð. Þá mun fólk einnig fá leiðbeiningar um hvað beri að gera.

Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en nú eru alls 109 staðfest smit. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum fengið forgang í skimun á Landspítala en engin slík skilyrði eru fyrir skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vonast væri til þess að hægt yrði að skima 3-400 manns á dag fyrir veirunni.

Af fyrri útgáfu þessarar fréttar mátti ráða að sóttvarnalæknir og Íslensk erfðagreining væru þegar byrjuð að skima fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Það er ekki rétt og hefur verið skýrt nánar.


Tengdar fréttir

Biður internet-veirusérfræðinga um að haga sér

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×