Biður internet-veirusérfræðinga um að haga sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 16:57 Magnús Karl biður sjálfskipaða sérfræðinga í veirufræðum á internetinu um að slaka á og leyfa fagfólki að vinna vinnuna sína. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“ Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Hí og fyrrum forseti deildarinnar, biður alla þá internet-veirufræðinga sem alltaf viti hvert rétta svarið sé að staldra við eitt augnablik þegar komi að kórónuveirunni. Þetta segir Magnús Karl í pistli á Vísi og segir samfélag okkar standa frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Hann beinir orðum sínum til fólks sem hann kallar internet-veirufræðinga. Ýmsir hafa látið í ljós skoðanir sínar á aðgerðum almannavarnadeilda vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir snerti á þessu á reglulegum upplýsingafundi með blaðamönnum í dag. Sagði að þegar hefði verið gripið til mikilla aðgerða og fullyrðingar um annað væri móðgun við þá sem starfi dag og nótt að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dómgreind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand,“ segir Magnús Karl. „Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir þar sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin.“ Magnús Karl biður þá sem alltaf vita hvert rétta svarið sé eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Vísar hann til Dunning-Kruger áhrifa sem eigi vel við núna. Hún snýr að þeirri hugsanavillu sem á við þegar þeir sem minnst vita telji sig best vita. „Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar.“ Hin svokölluðu Dunning-Kruger áhrif má sjá af grafinu hér að ofan. Vísar hann í myndina að ofan og telur fólkið í broddi fylkingar hér á landi liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni. Fólk með mikla reynslu og sjálfstraust sömuleiðis. „Munum að rétt eins veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda saman hættulegum veirum við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist best vita. Sýnum frekar okkur bestu hliðar.“
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira