Fótbolti

Segja að EM verði frestað um ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
EM 2020 verður væntanlega EM 2021.
EM 2020 verður væntanlega EM 2021. vísir/getty

Evrópumótinu 2020 í fótbolta verður frestað til 2021 vegna kórónuveirunnar. Þetta herma heimildir franska blaðsins L'Éqipue.

Í frétt L'Éqipue segir að UEFA greini frá þessari ákvörðun á þriðjudaginn. Þar verður einnig greint frá því að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni verði frestað.

UEFA ætlar að nýta tímann þegar EM átti að fara fram, 12. júní til 12. júlí, til að ljúka keppni í Meistara- og Evrópudeildinni.

Umspilsleikirnir um sæti á EM falla væntanlega undir sömu skilgreiningu. Ísland á að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi.

UEFA hefur boðið fulltrúa allra 55 aðildarsambanda sinna á fund á þriðjudaginn. Þar verður þeim tilkynnt um næstu aðgerðir sambandsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×