Fótbolti

Bosnía biður UEFA um að fresta umspilsleiknum sínum: Umspilið í uppnámi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bosníumaðurinn Armin Hodzic fagnar marki í undankeppni EM.
Bosníumaðurinn Armin Hodzic fagnar marki í undankeppni EM. Getty/ TF-Images

Nú eru komandi umspilsleikir um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í uppnámi eftir að Bosníumenn lögðu beiðni inn til UEFA um að fresta leik þeirra.

Bosnía mætir Norður Írlandi á heimavelli 26. mars næstkomandi eða á sama degi og Ísland fær Rúmeníu í heimsókn.

Þetta setur pressu á Knattspyrnusamband Evrópu að fresta öllu umspilinu og um leið eykur það líkurnar á því að UEFA fresti möguleika öllu Evrópumótinu í sumar.

Leikurinn í Bosníu átti að fara fram í bænum Zenica og það var búist við því að hann færi fram fyrir luktum dyrum.

Bosníska knattspyrnusambandið hefur nú gengið einu skrefi lengra með því að leggja inn beiðni um fresta umspilsleiknum.

Miðasala á leikinn hefur verið hætt en hundrað stuðningsmanna norður írska landsliðsins höfðu skipulagt ferð á leikinn.

Sigurvegarinn úr þessum leik mætir Slóvakíu eða Írlandi í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Undanúrslitaleikur Slóvakíu og Írlands fer fram fyrir luktum dyrum í Bratislava 26. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×