Innlent

Féll sex metra við klifur

Sylvía Hall skrifar
TF-EIR var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur. Myndin sýnir þó TF-LÍF.
TF-EIR var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur. Myndin sýnir þó TF-LÍF. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir klukkan fjögur í dag var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna manns sem hafði fallið sex metra við klifur. Slysið átti sér stað á klifursvæðinu Hnappavallahömrum við Fagurhólsmýri.

TF-EIR lenti á svæðinu klukkan 17:26 að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og flutti manninn á Landspítalann.

Þyrlan lenti við spítalann klukkan 19 í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.