Innlent

Féll sex metra við klifur

Sylvía Hall skrifar
TF-EIR var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur. Myndin sýnir þó TF-LÍF.
TF-EIR var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur. Myndin sýnir þó TF-LÍF. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir klukkan fjögur í dag var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna manns sem hafði fallið sex metra við klifur. Slysið átti sér stað á klifursvæðinu Hnappavallahömrum við Fagurhólsmýri.

TF-EIR lenti á svæðinu klukkan 17:26 að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og flutti manninn á Landspítalann.

Þyrlan lenti við spítalann klukkan 19 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.