Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:53 Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna. Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna.
Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01