Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 10:35 Þórir Garðarsson segir mikinn óvissutíma ríkja í ferðaþjónustunni. Vísir/Vilhelm Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00
Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02