Innlent

Sparkaði í lögreglumann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan sinnti hundrað málum frá fimm til fimm í nótt.
Lögreglan sinnti hundrað málum frá fimm til fimm í nótt. Vísir/Vilhelm

Um klukkan tvö í nótt handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu konu í austurbæ Reykjavíkur fyrir að hafa sparkað í lögreglumann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir miðnætti í nótt handtók lögreglan þá tvo menn í Mjóddinni, Þeir höfðu neitað að borga fyrir leigubifreið. Því næst reyndu þeir að stela vörum úr verslun í Mjóddinni.

Þá var tilkynnt um líkamsárás við Bústaðaveg upp úr miðnætti. Þegar lögreglu bar að garði voru gerendur á bak og burt, en málið er í rannsókn að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu sinnti lögreglan alls hundrað málum frá 17 í gær til 5 í morgun. Fimm manns sem handteknir voru á þessum tíma gista nú fangaklefa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.