Erlent

Myrti föður sinn á miðjum Zoom-fundi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Zoom er vinsælt samskiptaforrit sem býður upp á myndsamtöl fyrir hópa. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Zoom er vinsælt samskiptaforrit sem býður upp á myndsamtöl fyrir hópa. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Karlmaður á fertugsaldri stakk föður sinn, 72 ára, til bana í miðju hópspjalli á samskiptaforritinu Zoom í gær. Tuttugu aðrir áttu aðild að Zoom-fundinum en árásin var gerð í bænum Amityville á Long Island í New York-ríki, þar sem feðgarnir eru búsettir.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa eftir lögreglu að sonurinn, hinn 32 ára Thomas Scully-Powers, hafi ráðist á föður sinn, Dwight Powers, stungið hann, stokkið út um glugga og flúið vettvang. Hann var handtekinn innan við klukkutíma eftir árásina, þegar Zoom-fundargestir höfðu margir hringt á lögreglu.

Sonurinn var færður á sjúkrahús vegna meiðsla sem hann hlaut við stökkið út um gluggann. Hann liggur enn inni á spítala en var þó ákærður fyrir morðið á föður sínum.

Ekki er ljóst hvers konar Zoom-fund var um að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók nokkurn tíma að finna heimili Powers vegna þess að þeir fundargestir sem tilkynntu um málið vissu ekki hvar hann átti heima.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×