Erlent

Flug­vél hrapaði á í­búða­hverfi í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Vél PIA var af gerðinni Airbus A-320.
Vél PIA var af gerðinni Airbus A-320. EPA

Flugvél Pakistan International Airlines hefur hrapað til jarðar á íbúðarsvæði nærri Jinnah alþjóðaflugvellinum í Karachi. Frá þessu greinir pakistanska blaðið Dawn.

Talsmaður PIA staðfestir að flugvél af gerðinni A-320 hafi hrapað og 107 hafi verið um borð - 99 farþegar og átta í áhöfn.

Vélin, sem var með flugnúmerið PK 8303, var á leiðinni frá Lahore til Karachi á að hafa átt í vandræðum með lendingarbúnaðinn þegar slysið varð. Segja sjónarvottar að tvær eða þrjár tilraunir hafi verið gerðar til að lenda áður en hún hrapaði.

Jinnah-flugvöllurinn er stærsti flugvöllur Pakistans og er að finna austur af stórborginni Karachi,

Á myndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá mikinn reyk yfir svæðinu þar sem vélin á að hafa hrapað. Gengur hverfið sem un ræðir undir nafninu Model Colony.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.