Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 17:47 Lögregluþjónar við steypubílinn hjá Kleppsvegi í dag. Vísir/vilhelm Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37