Fótbolti

Til­kynntu Jaap Stam en notuðu ó­vart mynd af öðrum sköll­óttum Hollendingi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jaap Stam er hann stýrði Feyenoord en nú er hann kominn til Bandaríkjanna að stýra Cinnicati.
Jaap Stam er hann stýrði Feyenoord en nú er hann kominn til Bandaríkjanna að stýra Cinnicati. vísir/getty

Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig er bandaríska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu, FC Cincinnati, tilkynnti Jaap Stam sem næsta þjálfara liðsins.

Stam, sem hefur m.a. þjálfað hjá Reading og Feyenoord, skrifaði undir samning við MLS-deildarliðið út árið 2021 en það var hins vegar ekki mynd af Staam með fréttinni heldur unglingaþjálfara hjá Ajax.

Það var nefnilega mynd af Tinus van Teunenbroek með fréttinni en hann og Stam eru ansi líkir. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem honum er ruglað saman við Stam.

„Ég hef einu sinni verið fyrir mistök í blaði Ajax og þetta gerist oftar og oftar. Ég var einu sinni í fríi og fólk öskraði að þarna væri Jaap Stam,“ sagði Tinus í samtali við Fox Sports.

Stam hefur þjálfað PEC Zwolle, Jong Ajax, Reading og Feyenoord á ferlinum en hann var síðast við stjórnvölinn hjá Feyenoord þar sem hann hætti sjálfur eftir sex mánuði í starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×