Innlent

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ef áætlanir ganga hnökralaust munu rafræn ökuskírteini koma í gagnið í vor.
Ef áætlanir ganga hnökralaust munu rafræn ökuskírteini koma í gagnið í vor. stöð 2

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 

Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 25. maí.

Stafræn ökuskírteini eru samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hefur umferðarlöggjöf á sinni könnu og dómsmálaráðueytisins, sem hefur málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna á sinni könnu. Ríkislögreglustjóri mun samkvæmt frumvarpinu gefa út stafræn ökuskírteini. Þannig geti handhafi ökuskírteinis sótt stafræna útgáfu þess í gegnum vefinn www.island.is eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum. Sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra.

Skjáskot af drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini.

Stafræn ökuskírteini verða með breytingunni gerð jafnvíg þeim prentuðu hér á landi. Þau verða þó ekki almennt viðurkennd í öðrum ríkjum. Stafræn ökuskírteini uppfylla ekki tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 20067126/EB um ökuskírteini.


Tengdar fréttir

Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári

Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag.

Á­nægja með raf­rænt ökus­kir­teini

Áður en langt um líður ættu Ís­lendingar að geta fengið öku­skír­teini sín í far­símann. Vonir standa til að stafræn ökuskírteini verði komin í gagnið í vor en þróun þeirra hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.