Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2020 10:00 Jürgen Klopp er litríkur karakter. Getty/Mike Kireev Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur. Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur.
Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira