Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2020 10:00 Jürgen Klopp er litríkur karakter. Getty/Mike Kireev Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur. Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur.
Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira