„Nóg að gera“ í veðrinu þessa dagana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:16 Það er einna helst á Suðurlandi sem styttir upp í dag. Vísir/vilhelm Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli. Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli.
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira