Foreldrar Jozefs litla fá sex milljarða í bætur frá IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 07:52 Frá blaðamannafundi vegna málsins í gær. Vísir/AP IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja. Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja.
Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30
IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18