Reka fólk út af Old Trafford í kvöld ef það styður Man. City á röngum stöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:30 Það má ekki sjást í Manchester City trefla eða Manchester City treyjur á svæði stuðningsmanna Manchester United í kvöld. Getty/Manchester City FC Það á ekki að taka neina áhættu með öryggi áhorfenda í kvöld þegar Manchester liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitaleik enska deildabikarsins. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í kvöld og þar verður hart tekið á þeim stuðningsmönnum Manchester City sem munu lauma sér inn á svæði sem eru áætluð stuðningsfólki Manchester United. Manchester United hefur gefið út viðvörun að hver sá sem sést styðja Manchester City meðal stuðningsmanna Manchester United, hvort sem það er með köllum eða klæðnaði, verði umsvifalaust vísað á dyr. Manchester United have warned fans that they will eject anyone supporting Manchester City in the home areas of Old Trafford tonight. More: https://t.co/ICpB6JbChSpic.twitter.com/6yHW4Y4s7P— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2020 Félögin ákváðu í sameiningu og af öryggisástæðum að bjóða upp á færri miða fyrir stuðningsfólk Manchester City í þessum leik en áætlað var. Það er þess vegna sem menn óttast það að einhverjir stuðningsmenn Manchester City reyni að smygla sér inn á miðum ætluðum stuðningsfólki Manchester United. Það er búist við því að sjötíu þúsund manns verði á vellinum þótt að sex þúsund færri miðar hafi farið í sölu. Venjulega á útiliðið að fá tíu prósent af miðum í boði en City fékk þó bara þrjú þúsund miða. Manchester United fær síðan aðeins 2800 miða á seinni leikinn sem er á heimavelli Manchester City 29. janúar næstkomandi. Þessi stóra ákvörðun var tekin í framhaldi af því sem gerðist á deildarleik liðanna á dögunum. Fred, miðjumaður Manchester United, varð þar meðal annars fyrir kynþáttaníði að hálfu stuðningsmanns Manchester City. Manchester United mun kalla til fleiri lögreglumenn, fleiri öryggisverði og fleira starfsfólk í kvöld og þá erum við að tala bæði inn á vellinum sem og utan hans. Leikur Manchester United og Manchester City á Old Trafford hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Það á ekki að taka neina áhættu með öryggi áhorfenda í kvöld þegar Manchester liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitaleik enska deildabikarsins. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í kvöld og þar verður hart tekið á þeim stuðningsmönnum Manchester City sem munu lauma sér inn á svæði sem eru áætluð stuðningsfólki Manchester United. Manchester United hefur gefið út viðvörun að hver sá sem sést styðja Manchester City meðal stuðningsmanna Manchester United, hvort sem það er með köllum eða klæðnaði, verði umsvifalaust vísað á dyr. Manchester United have warned fans that they will eject anyone supporting Manchester City in the home areas of Old Trafford tonight. More: https://t.co/ICpB6JbChSpic.twitter.com/6yHW4Y4s7P— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2020 Félögin ákváðu í sameiningu og af öryggisástæðum að bjóða upp á færri miða fyrir stuðningsfólk Manchester City í þessum leik en áætlað var. Það er þess vegna sem menn óttast það að einhverjir stuðningsmenn Manchester City reyni að smygla sér inn á miðum ætluðum stuðningsfólki Manchester United. Það er búist við því að sjötíu þúsund manns verði á vellinum þótt að sex þúsund færri miðar hafi farið í sölu. Venjulega á útiliðið að fá tíu prósent af miðum í boði en City fékk þó bara þrjú þúsund miða. Manchester United fær síðan aðeins 2800 miða á seinni leikinn sem er á heimavelli Manchester City 29. janúar næstkomandi. Þessi stóra ákvörðun var tekin í framhaldi af því sem gerðist á deildarleik liðanna á dögunum. Fred, miðjumaður Manchester United, varð þar meðal annars fyrir kynþáttaníði að hálfu stuðningsmanns Manchester City. Manchester United mun kalla til fleiri lögreglumenn, fleiri öryggisverði og fleira starfsfólk í kvöld og þá erum við að tala bæði inn á vellinum sem og utan hans. Leikur Manchester United og Manchester City á Old Trafford hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira