Segir Heimi hafa gert mistök með liðsvalinu gegn Nígeríu: „Veit ekki hvort þetta var vanmat“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2020 14:30 Kári í leiknum gegn Nígeríu í Volgograd á HM 2018. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00